spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentDana White búinn að finna staðsetningu fyrir UFC 249

Dana White búinn að finna staðsetningu fyrir UFC 249

Dana White segist vera búinn að finna borg og höll fyrir UFC 249 þann 18. apríl. Þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson mætast á UFC 249.

Kórónaveiran skekur nú heimsbyggðina en UFC hætti við þrjú bardagakvöld vegna veirunnar. UFC reynir enn að setja saman UFC 249 en bardagakvöldið átti upphaflega að fara fram í Brooklyn, New York. Samkomubann er í gildi í New York eins og víðs vegar um heiminn en nú segist Dana White vera kominn með nýja staðsetningu fyrir bardagakvöldið.

„Ég er búinn að finna stað fyrir bardagakvöldið en er ekki tilbúinn að tilkynna það strax. Við græjum þetta, það er það sem við gerum. Við erum búnir að vera í þessum bransa í 20 ár og við erum bestir í bransanum. Bardagi [Khabib og Tony Ferguson] fer fram 18. apríl, á Pay Per View og heimurinn mun horfa,“ sagði Dana White við Kevin Iole.

Bardagakvöldið verður fyrir luktum dyrum og verður áhugavert að sjá hvernig UFC ætlar að halda bardagakvöldið á meðan ferðabönn og samkomubönn eru í gildi víða.

Khabib Nurmagomedov var í Bandaríkjunum að æfa og var AKA bardagaklúbburinn bara opinn fyrir hann að æfa. Nú hefur Khabib hins vegar farið aftur heim til Rússlands og verður hann þar fram að bardaga.

Abu Dhabi hefur verið nefnt sem mögulegur staður fyrir bardagakvöldið en síðasti bardagi Khabib fór einmitt fram þar.

Margir bardagamenn á UFC 249 eiga erfitt með að æfa þar sem flestir bardagaklúbbar eru lokaðir. Jessica Andrade, sem mætir Rose Namajunas, æfir heima hjá sér ásamt æfingafélaga og er í stöðugu sambandi við þjálfara sína í gegnum samfélagsmiðla.

Gríðarleg spenna ríkir fyrir bardaga Khabib og Tony Ferguson en fjórum sinnum hefur verið hætt við bardaga þeirra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular