spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Ekki okkar besta kvöld

Dana White: Ekki okkar besta kvöld

Dana White, forseti UFC, var ekki himinlifandi með UFC 208 sem fram fór í nótt. Aðeins einn af tíu bardögum kvöldsins kláraðist og var bardagakvöldið ekki það besta.

Þær Holly Holm og Germaine de Randamie mættust í aðalbardaga kvöldsins og var bardaginn ekki mikið fyrir augað. Það sama má segja um flesta bardaga kvöldsins.

„Ekki okkar besta kvöld,“ sagði Dana White við Fox Sports eftir bardagakvöldið. „Að mínu mati eru alltaf að minnsta kosti nokkrir bardagar sem fá áhorfendur til að rísa úr sætum. Það var enginn þannig bardagi í kvöld.“

„Ég ætti reyndar ekki að segja það þar sem Poirier-Miller bardaginn var frábær og augljóslega bardagi kvöldsins. Þeir gáfu allt í þetta og eiga hrós skilið, þeir stóðu sig vel í kvöld.“

Anderson Silva sigraði Derek Brunson eftir dómaraákvörðun en ekki allir voru sammála ákvörðuninni og þar á meðal Dana White. Að hans mati hefði Brunson átt að vinna en eins og oft áður benti White á að menn eiga ekki að leyfa dómurunum að ráða niðurstöðu bardagans.

Aðalbardagi kvöldsins á milli Holm og de Randamie stóð ekki undir væntingum og var fremur tilþrifalítill bardagi. „Þetta var ekki besti bardagi sem ég hef séð. Ég var að vona að aðalbardaginn myndi standa undir væntingum og bjarga kvöldinu. Það gerðist ekki. Þið þekkið mig, það er langt síðan við höfum átt slæmt kvöld en það kemur fyrir.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular