spot_img
Sunday, January 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Held að Khabib komi til baka

Dana White: Held að Khabib komi til baka

Dana White telur að Khabib Nurmagomedov sé ekki endanlega hættur í MMA. Dana telur að Khabib muni vilja taka einn bardaga í viðbót.

Khabib Nurmagomedov lagði hanskana óvænt á hilluna síðustu helgi eftir sigur á Justin Gaethje. Khabib sagðist hafa lofað mömmu sinni að hann myndi ekki berjast aftur án föður síns sem lést í sumar. Khabib tilkynnti í búrinu eftir bardagann að þetta yrði hans síðasti bardagi þar sem hann vildi ekki berjast án föður síns og hættir hann 29-0.

Dana White, forseti UFC, telur að Khabib muni berjast aftur. „Ég hef ekki sagt neinum þetta en ég hef rætt við Khabib. Hann var í miklu tilfinningalegu uppnámi þetta kvöld eftir bardagann. Ég finn á mér að hann gæti farið í 30-0,“ sagði Dana við Zach Gelb Show.

Khabib hefur áður sagt að honum langi að klára ferilinn 30-0 og helst með sigri á goðsögninni Georges St. Pierre. GSP er 39 ára gamall og hefur ekki barist í þrjú ár en Khabib dreymir um að mæta honum.

„Ég held hann [Khabib] komi til baka. Ég held að hann muni ekki hætta. Pabbi hans vildi sjá hann í 30-0 og ég held hann vilji heiðra óskir hans.“

Það verður síðan að koma í ljós hvort þetta sé allt satt og rétt hjá Dana White. Khabib sagði fyrr í vikunni þegar hann kom heim til Rússlands að þetta sé rétti tíminn til að hætta: „Dana vill auðvitað að ég haldi áfram að berjast og skapi tekjur. Ég er á toppi ferilsins og gæti barist fyrir mjög stórar upphæðir en hef tekið þessa ákvörðun og held að þetta sé rétti tíminn.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular