Saturday, April 20, 2024
HomeErlentKhabib: Dana White vill að ég haldi áfram

Khabib: Dana White vill að ég haldi áfram

Khabib Nurmagomedov tilkynnti eftir síðasta sigur sinn að hann sé hættur í MMA. Khabib veit að margir vilja sjá hann berjast áfram en þetta er rétta tímasetningin í huga Khabib.

Khabib hélt heim til Rússlands á dögunum þar sem hann rætti við RT Sport við heimkomuna.

„Dana vill auðvitað ég haldi áfram að berjast og skapi tekjur. Ég er á toppi ferilsins og gæti barist fyrir mjög stórar upphæðir en hef tekið þessa ákvörðun og held að þetta sé rétti tíminn. Það geta ekki allir hætt á toppnum. Ég hef gert nóg í sportinu til að vera talinn sá besti. Í dag er ég sagður sá besti pund fyrir pundi þannig að markmiðinu hefur verið náð. Hvað annað er þarna fyrir mig? Græða pening? Ég get alltaf gert það,“ sagði Khabib.

Khabib hefur náð markmiðum sinum og leggur því hanskana á hilluna með reisn. Hann ætlar nú að taka því rólega og skoða hvað gæti verið framundan fyrir sig. Liðsfélagi hans, Islam Makhachev, á stóran bardaga framundan.

„Lífið heldur áfram og MMA skólinn okkar er enn á fullu. Islam Makhachev er með bardaga 14. nóvember gegn Rafael dos Anjos. Það er stór viðburður fyrir liðið okkar. Eins og pabbi sagði, þegar ég hætti verður alltaf nýr meistari. En það verður enginn eins og ég, það verður erfitt að leika þetta eftir það sem ég hef gert. Við viljum sjá Islam vinna sinn bardaga og berjast aftur áður en Ramadan hefst en þá verður hann kannski í titilbaráttunni. Í september eða október á næsta ári þá verður hann með beltið.“

Khabib greindi frá ákvörðun sinni um að hætta í búrinu strax eftir bardagann. Hann var búinn að lofa mömmu sinni að þetta yrði hans síðasti bardagi en hún vissi ekki að Khabib myndi tilkynna þetta strax.

„Þetta var tilfinningaþrungin stund. Mamma vissi þetta en bjóst ekki við að ég myndi tilkynna þetta strax eftir bardagann. Ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi og hún vissi það.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular