Fyrr í dag birtist myndband af Conor McGregor slá eldri mann á knæpu. Dana White tjáði sig um atvikið í dag og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gerast til að Conor fari að endurskoða sína hegðun.
Atvikið átti sér stað í apríl en myndband af atvikinu var birt af TMZ í dag. Myndbandið hefur hlotið mikla athygli og lítur ekki vel út fyrir Conor.
Dana White, forseti UFC, tjáði sig um atvikið í dag. „Það er nokkuð ljóst að þetta er Conor. Þetta var á knæpu á Írlandi og þeir voru að rífast um viskí. Conor kýlir hann með vinstri krók,“ sagði Dana White sem vissi af atvikinu áður en myndbandið birtist í dag.
„Það er alltaf eitthvað þegar þú ert að eiga við atvinnu bardagamenn. Mike Tyson fór í gegnum svipaða hluti þegar hann var á toppnum. Vertu tilbúinn þegar þú lætur tonn af peningum rigna yfir atvinnu bardagamann. Vertu tilbúinn fyrir stórslys, bókstaflega stórslys.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor kemst í vandræði utan búrsins og hefur hegðun hans orðið sífellt verri á síðustu árum. „Þegar maður sér atvikið í New York með rútuna, símann í Miami, hversu mikið þarf það að kosta Conor þar til hann hugsar með sér ‘ok, þetta er ekki þess virði, þetta er komið gott, ég þarf að hætta þessari vitleysu’.“
Conor McGregor kastaði trillu í rútu í apríl í fyrra sem innihélt Khabib Nurmagomedov. Fyrr á árinu réðst hann á mann sem reyndi að taka mynd af honum með síma og braut Conor símann. Það mál þurfti Conor að útkljá utan dómstóla og náði samkomulagi við eiganda símans..
„Atvikið í New York kostaði Conor milljónir dollara. Milljónir dollara þurfti hann að borga. Hann þurfti að borga gæjanum með símann. Hversu mikið mun hann þurfa að borga manninum á barnum? Listinn heldur bara áfram. Ég bara veit ekki hvenær hann rankar við sér og segir ‘ég þarf að hætta þessari vitleysu’.“
.@DanaWhite told me he wonders when Conor McGregor, "wakes up and says 'I've gotta stop doing this.'" pic.twitter.com/qREEtwXzL4
— Jim Rome (@jimrome) August 15, 2019