spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Kelvin Gastelum fær aldrei að berjast aftur í veltivigt

Dana White: Kelvin Gastelum fær aldrei að berjast aftur í veltivigt

Dana White, forseti UFC, var augljóslega mjög pirraður út í Kelvin Gastelum í gær. Bardagi Gastelum og Cerrone var sleginn af borðinu eftir að Gastelum náði ekki tilsettri þyngd.

Donald Cerrone og Kelvin Gastelum áttu að mætast á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 205 í nótt. Donald Cerrone vigtaði sig inn snemma í vigtuninni í gær en Kelvin Gastelum lét ekki sjá sig. Gastelum var tíu pundum yfir 170 punda veltivigtartakmarkinu og gat íþróttaráð New York fylkis ekki leyft þeim Cerrone og Gastelum að mætast.

Þetta er í þriðja sinn sem Gastelum nær ekki veltivigtartakmarkinu og hefur Dana White lofað því að hann muni aldrei aftur berjast í veltivigt.

Donald Cerrone var auðvitað mjög svekktur sjálfur enda fær hann ekki að berjast á þessu sögulega kvöldi. Cerrone fær þó borgað fyrir að mæta en missir af 150.000 dollurum að eigin sögn.

Cerrone er þó strax kominn með annan bardaga en hann mun mæta Matt Brown á UFC 206 í Kanada þann 10. desember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular