spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White lofar Leon Edwards titilbardaga með sigri um helgina

Dana White lofar Leon Edwards titilbardaga með sigri um helgina

Dana White hefur lofað því að Leon Edwards fái næst titilbardaga. Hann þarf þó að bíða eftir að meistarinn mæti Jorge Masvidal aftur.

Leon Edwards mætir Belal Muhammad á laugardaginn. Þetta verður fyrsti bardaginn hans síðan hann sigraði Rafael dos Anjos í júlí 2019. Edwards átti upphaflega að mæta Khamzat Chimaev en Khamzat er enn að jafna sig á eftirköstum kórónuveirunnar.

Veltivigtarmeistarinn Kamaru Usman varði beltið sitt í febrúar þegar hann sigraði Gilbert Burns. Usman lýsti því yfir eftir bardagann að hann vildi mæta Jorge Masvidal aftur. Usman sigraði Masvidal í fyrra en Masvidal tók bardagann með skömmum fyrirvara.

„Usman sagði mér að hann vilji ekki að Masvidal hafi afsökun. Hann vill að Masvidal fái frábærar æfingabúðir og geti ekki komið með neinar afsakanir eftirá,“ sagði Dana White, forseti UFC, í viðtali við BT Sports.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur en talað er um að þeir gætu mögulega verið þjálfarar í næstu seríu The Ultimate Fighter.

Andstæðingur Leon Edwards, Belal Muhammad, er í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Takist Edwards að vinna hann um helgina nokkuð sannfærandi fær hann næsta titilbardaga á eftir bardaga Masvidal-Usman að sögn Dana White.

Colby Covington hefur ekki barist síðan hann sigraði Tyron Woodley í ágúst. Edwards vildi upphaflega mæta honum í stað Khamzat en Covington samþykkti ekki. Að sögn Dana fær hann bardaga bráðlega.

Dana fór einnig inn á Conor McGregor, Francis Ngannou og margt fleira í viðtalinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular