spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Nick Diaz vill berjast aftur

Dana White: Nick Diaz vill berjast aftur

nick diazDana White, forseti UFC, sagði í viðtali á dögunum að Nick Diaz vilji snúa aftur í búrið. Diaz hefur ekkert barist í langan tíma eru margir spenntir fyrir því að sjá hann aftur.

Nick Diaz barðist síðast við Anderson Silva í lok janúar 2015. Eftir bardagann féll Diaz á lyfjaprófi eftir að niðurbrotsefni marijúana fundust í lyfjaprófi hans. Hann fékk fáranlegt fimm ára keppnisbann sem var síðar stytt í 18 mánuði og hefur hann nú afplánað bannið.

„Nick vill berjast. Hann er til í að berjast og ég þarf að finna eitthvað fyrir hann,“ sagði Dana White við The Buzzer á Fox Sports.

Diaz á þó enn eftir að greiða 75.000 dollara af 100.000 dollara sektinni sem hann fékk og þyrfti að greiða þá sekt áður en hann berst aftur.

Nick Diaz er gríðarlega vinsæll bardagamaður og væri gaman að sjá hann aftur í búrinu. Diaz hefur þó ekki unnið bardaga síðan í október 2011 og eru margir spennandi möguleikar fyrir hann í dag.

https://www.youtube.com/watch?v=jufXQ-rfuaA

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular