spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White skýtur niður uppáhaldskúreka MMA-áhugamanna

Dana White skýtur niður uppáhaldskúreka MMA-áhugamanna

Donald Cerrone hefur gefið út að hann hafi áhuga á því að snúa aftur í UFC og berjast allavegana tvo bardaga til viðbótar. Cerrone er áhugafólk um bardagaíþróttir vel kunnur en hann hefur barist 55 atvinnubardaga í blönduðum bardagalistum, þar af 48 fyrir bardagasamtök í eigu Zuffa en UFC er í eigu Zuffa en Cerrone barðist einnig í ECF sem sameinaðist UFC árið 2010.

Í myndbandi sem Cerrone birti á Instagram-reikningi sínum segir Cerrone að hann hafi hætt til að laga á sér hárið og nota stera, nú þegar hann er búinn að gera það þá langi hann að klára fimmtíu bardaga fyrir Zuffa. Segir Cerrone að hann hafi unnið með Transcend í tvö ár þar sem hann var í karlhormónameðferð og nú þurfi hann að pissa hreint svo hann geti keppt í UFC eftir einhverja mánuði.

Cerrone hefur fleiri markmið en að berjast fimmtíu atvinnubardaga fyrir bardagasamtök í eigu Zuffa, hann vill ekki bara berjast, hann vill sigra, hann vill klára bardagann og taka bónus. Cerrone vill líka fá tækifæri til að setja met yfir flesta sigra í UFC og flesta kláraða bardaga hjá samtökunum.

Cerrone hefur barist 38 bardaga fyrir UFC og er í þriðja sæti yfir þá bardagamenn sem hafa barist oftast fyrir samtökin en í fyrsta sæti er Jim Miller með 44 bardaga en í öðru sæti er Andre Arlovski sem hefur barist 42. Það er nokkuð langt í land fyrir Cerrone að bæta met Jim Miller fyrir flesta bardaga í UFC, sérstaklega í ljósi þess að Jim Miller er virkur bardagamaður innan UFC þó að það sé líklega farið að styttast í annan endann á ferlinum hans Miller.

Dana White var spurður út í Instagram-færslu Cerrone á blaðamannafundi og sagði White meðal annars að hann litist illa á hugmyndina, að Cerrone myndi berjast aftur. White sagði þá að það væri ástæða fyrir því að bardagamenn hættu að berjast, Cerrone væri enn þá einn vinsælasti bardagamaður UFC- aðdáenda tveimur árum eftir að hann hætti því bardagarnir hans voru æðisgengin stríð og þau stríðin telja. Sagði White þá að hann elskaði Cerroni og ef þetta snerist um peninga þá myndi hann finna aðrar leiðir en að Cerrone færi að berjast aftur. Þegar blaðamaður spurði Dana White hvort það væri þá ljóst að ef Cerrone berðist aftur yrði það ekki í UFC sagði White að þeir myndu finna eitthvað annað út úr því ef Cerrone vantaði peninga.

Það er því ekk alveg útilokað að bardagaáhugamenn fái að sjá Donald Cerrone aftur í búrinu en ætli Dana White hafi ekki eitthvað til síns máls, það væri sorglegt að sjá Cerrone halda í álíka vegferð og Tony Ferguson hefur verið á síðustu ár.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular