spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Þetta leit ekki vel út

Dana White: Þetta leit ekki vel út

Dana White, forseti UFC, hefur ekki áhuga á að láta þá Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast strax aftur. Dana segir að skurðurinn hafi litið mjög illa út hjá Diaz.

Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz í aðalbardaganum á UFC 244 í nótt. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu þar sem Nate Diaz var með slæman skurð fyrir ofan augað. Áhorfendur voru afar ósáttir með þessa ákvörðun læknisins og Dana White var það sömuleiðis í fyrstu. Eftir að hafa séð skurðinn með berum augum baksviðs skipti hann hins vegar um skoðun.

„Augabrúnin hans hékk yfir augað og hann var með annan stóran skurð undir auganu. Það er auðvelt að vera á hliðarlínunni og segja að bardaginn hefði ekki átt að vera stöðvaður. Ástæðan fyrir því að við elskum Diaz svona mikið er af því hann er svo harður. En ég veit ekki, svona hlutir gerast en þetta leit ekki vel út,“ sagði Dana á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Dana sagði síðan á Instagram að skurðurinn hefði verið mun verri en sást í sjónvarpinu.

Dana hefur ekki áhuga á að láta þá mætast strax aftur þar sem Masvidal var að hans mati með yfirhöndina allan tímann. Dana sagði að stórir hlutir væru í vændum fyrir Masvidal á næstunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular