spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier var næstum búinn að bakka út úr bardaganum gegn Lewis...

Daniel Cormier var næstum búinn að bakka út úr bardaganum gegn Lewis eftir slæman hnerra

Daniel Cormier var næstum því búinn að bakka út úr titilbardaga sínum gegn Derrick Lewis vegna bakmeiðsla. Cormier hnerraði um morguninn og festist í bakinu.

Daniel Cormier sigraði Derrick Lewis með hengingu í 2. lotu í gær. Bardaginn var aðalbardagi kvöldsins á UFC 230 en um tíma óttaðist Cormier að hann myndi ekki geta barist.

Cormier verður 40 ára í mars á næsta ári og sagði að aldurinn sé farinn að segja til sín þó það sjáist ekki endilega í búrinu.

„Í aðdraganda bardaga heyri ég sífellt ‘hvenær ætlar þessi gæji að verða gamall?’. Það gæti gerst yfir nótt. Ég hélt það hefði gerst í morgun [laugardagsmorgun] þegar ég hnerraði og festist í bakinu. Í alvöru talað. Við tókum nokkrar myndir og munum birta þær í vikunni. Ég hnerraði og festist í bakinu. Ég reyndi að taka morgunskokkið mitt en það var ekki að fara að gerast,“ sagði Cormier á blaðamannafundinum eftir UFC 230.

„Um hádegið sagði Bob Cook að ef þetta myndi ekki lagast þyrftum við að ákveða hvort ég gæti barist eða ekki. Þetta var tæpt. Ég sagðist ætla að taka blund og sjá hvernig ég væri eftir það. Ég vaknaði og fór í göngutúr og þá losnaði aðeins um bakið. Þetta var ógnvekjandi þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að útskýra þetta. Ég hnerraði og meiddist í bakinu. Þá veistu að þú ert að verða gamall. Það er bara þannig.“

Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur og á því bara einn bardaga eftir áður en hann leggur hanskana á hilluna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular