spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till: Ég var skíthræddur fyrir bardagann

Darren Till: Ég var skíthræddur fyrir bardagann

Darren Till sigraði Kelvin Gastelum á UFC 244 í nótt. Till viðurkenndi eftir bardagann að hann hefði verið skíthræddur fyrir bardagann í einlægu viðtali.

Darren Till tapaði tveimur bardögum í röð frekar illa en í mars var hann steinrotaður af Jorge Masvidal. Till var mjög stressaður fyrir bardagann og hugsaði um að hætta við.

„Í sannleika sagt var ég að reyna að hugsa um leiðir til að gera mér upp meiðsli áður en ég labbaði í búrið. Þetta var erfitt. Áður en ég labbaði í búrið var ég svo hræddur. Ég var ekki hræddur við að berjast, mér finnst fínt að fá högg í mig, en ég veit ekki, ég var bara hræddur,“ sagði Darren Till eftir bardagann gegn Kelvin Gastelum í gær.

„Þetta er örugglega eitthvað sem bardagamenn tala ekki um. En þið þekkið mig og ég er heiðarlegur. Þannig leið mér, núna er ég hér. Sjálfstraustið er komið aftur. Skítt með alla þessa í millivigt, ég er að kominn aftur.“

Bardaginn var ekki sá skemmtilegasti en sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Till.

„Allir bardagamenn verða hræddir fyrir bardaga, sama hvað. Ef þeir segjast ekki vera það eru þeir að ljúga. Ég var skíthræddur. Ég titraði en ég bara vildi ekki fara þarna út. Þetta var svo stór viðburður, ég efaðist. Ég var að hugsa um leiðir til að komast undan þessum bardaga. Þetta var bara í dag og ég var bara svo hræddur.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular