Darren Till á að mæta Kelvin Gastelum á UFC 244 um helgina. Till er í erfiðleikum með að komast til Bandaríkjanna og kemur ekki til New York fyrr en daginn fyrir bardagann.
Darren Till á að berjast sinn fyrsta bardaga í millivigt á laugardaginn. Nú er bardaginn í hættu þar sem Till var í vandræðum með að fá vegabréfsáritun til að komast til Bandaríkjanna. Búið er að leysa málið en Till mun samt ekki koma til New York fyrr en á föstudagsmorgun eða sama dag og vigtunin fer fram.
Handtaka Till á Spáni í apríl er sögð hafa valdið vandræðunum. Till var ásakaður um að hafa stolið leigubíl á Tenerife í apríl og var færður í gæsluvarðhald. Hann neitaði hins vegar að hafa átt nokkurn þátt í ráninu.
Till missti af opnu æfingunni í dag, miðvikudag, og mun missa af fjölmiðladeginum á fimmtudaginn. Hann mun þess í stað mæta á föstudaginn fyrir formlegu vigtunina sem fer fram milli kl. 9 og 11 á New York tíma.
Þrátt fyrir að Till sé sagður á leiðinni hefur Jared Cannonier verið beðinn um að vera til taks. Cannonier er þegar farinn að skera niður ef Till skildi ekki komast í tæka tíð.
Kelvin Gastelum sagði síðan við blaðamenn áðan að honum hefði verið tjáð að Till kæmi á fimmtudaginn. Gastelum vildi ekki mæta Cannonier með svo skömmum fyrirvara ef Till kemst ekki.
Kelvin Gastelum says he was told Darren Till will be here tomorrow. If Till doesn’t get his visa, he doesn’t seem keen on fighting Jared Cannonier. “It’s not fair to to me to fight him on two days’ notice.” pic.twitter.com/jqNUyHUWEv
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 30, 2019
Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi töf á ferðalögum Till fer með niðurskurðinn en Till á að berjast í millivigt í fyrsta sinn.