spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till í vandræðum með að komast til Bandaríkjanna - varamaður til...

Darren Till í vandræðum með að komast til Bandaríkjanna – varamaður til taks

Darren Till á að mæta Kelvin Gastelum á UFC 244 um helgina. Till er í erfiðleikum með að komast til Bandaríkjanna og kemur ekki til New York fyrr en daginn fyrir bardagann.

Darren Till á að berjast sinn fyrsta bardaga í millivigt á laugardaginn. Nú er bardaginn í hættu þar sem Till var í vandræðum með að fá vegabréfsáritun til að komast til Bandaríkjanna. Búið er að leysa málið en Till mun samt ekki koma til New York fyrr en á föstudagsmorgun eða sama dag og vigtunin fer fram.

Handtaka Till á Spáni í apríl er sögð hafa valdið vandræðunum. Till var ásakaður um að hafa stolið leigubíl á Tenerife í apríl og var færður í gæsluvarðhald. Hann neitaði hins vegar að hafa átt nokkurn þátt í ráninu.

Till missti af opnu æfingunni í dag, miðvikudag, og mun missa af fjölmiðladeginum á fimmtudaginn. Hann mun þess í stað mæta á föstudaginn fyrir formlegu vigtunina sem fer fram milli kl. 9 og 11 á New York tíma.

Þrátt fyrir að Till sé sagður á leiðinni hefur Jared Cannonier verið beðinn um að vera til taks. Cannonier er þegar farinn að skera niður ef Till skildi ekki komast í tæka tíð.

Kelvin Gastelum sagði síðan við blaðamenn áðan að honum hefði verið tjáð að Till kæmi á fimmtudaginn. Gastelum vildi ekki mæta Cannonier með svo skömmum fyrirvara ef Till kemst ekki.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi töf á ferðalögum Till fer með niðurskurðinn en Till á að berjast í millivigt í fyrsta sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular