Darren Till átti að mæta Marvin Vettori á UFC bardagakvöldinu þann 10. apríl. Till er meiddur og þarf að hætta við bardagann með skömmum fyrirvara en UFC gæti verið komið með stangengil í hans stað.
Þetta er annar bardaginn í röð hjá Till sem hann neyðist til að bakka út vegna meiðsla. Till átti að mæta Jack Hermansson í desember en þurfti að draga sig úr bardaganum skömmu fyrir bardagann. Í hans stað kom Marvin Vettori og sigraði Vettori Hermansson.
Till átti að mæta Marvin Vettori þann 10. apríl en í gær greindi hann frá því að hann þurfi aftur að hætta við bardaga. Till viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma.
Marvin Vettori var pirraður og óskaði eftir að fá einhvern sem gæti barist.
Always do my part 100% and these bunch of pussies can’t make it.
— Marvin Vettori (@MarvinVettori) March 30, 2021
Im next in line for the title, whoever has something to say show the fuck up in 2 weeks so I can whoop your ass and shut you off for good
Kevin Holland, sem tapaði fyrir Derek Brunson þann 20. mars, hefur þegar óskað eftir bardaganum og virðist Vettori vera til.
Let’s go
— Marvin Vettori (@MarvinVettori) March 30, 2021
Það er spurning hvort UFC ætli að fara þessa leið eða hvort annar andstæðingur sé í huga þeirra fyrir Vettori.