spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDerrick Lewis hjálpar bágstöddum í Houston

Derrick Lewis hjálpar bágstöddum í Houston

UFC þungavigtarmaðurinn Derrick Lewis hefur síðustu daga aðstoðað þá sem hjálp þurfa á að halda í Houston. Fellibylurinn Harvey hefur síðustu daga herjað á Houston þar sem Derrick Lewis býr.

Derrick Lewis hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og keyrt um á risavöxnum pallbíl sínum að aðstoða fólk.

„Ég hef alltaf verið þannig týpa að ég nýt þess betur að hjálpa öðrum í stað þess að hjálpa mér. Þannig að ég greip bara tækifærið. Lögreglan og slökkviliðið voru stöðugt að segja í fréttunum að þeir munu ekki hjálpa nema um líf eða dauða sé að ræða,“ sagði Lewis við MMA Junkie.

Einn þeirra sem þurfti á hjálp að halda tók með sér umdeildan fána Suðurríkjasambandsins en fáninn er oft tengdur við rasisma.

„Ég bjargaði einum gæja og fjölskyldu hans en hann var endalaust að biðja mig afökunar þar sem það eina sem hann var með voru fötin hans og fáni Suðurríkjasambandsins. Hann vildi taka fánann með og var stöðugt að biðjast afsökunar og vildi ekki einu sinni geyma fánann í bílnum en ég var ekkert að spá í því.“

„Ég sagði honum að vera ekki að stressa sig á því og þetta væri í lagi. Mér væri alveg sama. Konan hans var alltaf að slá hann og skamma hann fyrir að taka fánann með. Ég bý í Texas þannig að þetta er ekkert nýtt. Ég hef búið í Suðrinu alla ævi og þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður eða talað um. Mér er sama, ég vildi bara hjálpa honum.“

Derrick Lewis á að mæta Fabricio Werdum á UFC 216 í október og hefur hann ekki fengið mikinn tíma til að æfa að undanförnu vegna fellibylsins. „Ég er ekki mikið að spá í bardaganum sem stendur. Ég er bara að sjá til þess að börnunum mínum og fjölskyldu sé óhætt og allir aðrir í kringum mig. Það kemur seinna að bardaganum.“

Þangað til mun Lewis halda áfram að hjálpa samfélaginu sínu og vill ekki fá neitt í staðinn nema smá Popeyes kjúkling.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular