spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz mætir Urijah Faber í þriðja sinn á UFC 199

Dominick Cruz mætir Urijah Faber í þriðja sinn á UFC 199

faber cruzUFC hélt stóran blaðamannafund fyrr í kvöld þar sem bardagasamtökin tilkynntu nokkra bardaga. Þar á meðal var bardagi Dominick Cruz og Urijah Faber staðfestur á UFC 199.

UFC 199 fer fram þann 4. júní og munu þeir Chris Weidman og Luke Rockhold mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bardagi Dominick Cruz og Urijah Faber verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Dominick Cruz varð aftur bantamvigtarmeistari UFC í janúar er hann sigraði T.J. Dillashaw og náði í beltið sem hann tapaði aldrei. Þeir Cruz og Faber áttu að mætast í þriðja sinn í júlí 2012 á UFC 149 en þá sleit Cruz krossbandið í fyrsta sinn. Hann var í kjölfarið frá vegna meiðsla í þrjú ár og var sviptur titlinum en hefur nú náð sér að fullu.

Þriðji bardaginn milli þeirra getur nú loksins farið fram en þetta verður fjórði titilbardagi Faber í UFC. Bardagakvöldið fer fram í Los Angeles en UFC hefur ekki staðfest fleiri bardaga á kvöldið enn sem komið er.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular