spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone sektaður fyrir að setja fána á Reebok stuttbuxurnar sínar

Donald Cerrone sektaður fyrir að setja fána á Reebok stuttbuxurnar sínar

donald cerroneDonald Cerrone var sektaður af UFC fyrir að setja lítinn bandarískan fána á Reebok stuttbuxur sínar. Fáninn var til heiðurs ömmu hans sem er honum afar kær.

Þeir Donald Cerrone, Nate Diaz og Rafael dos Anjos voru allir sektaðir fyrir að brjóta fatnaðarreglur UFC á UFC bardagakvöldinu í Orlando þann 19. desember.

Samkvæmt reglunum mega bardagamenn opinberlega aðeins klæðast fatnaði Reebok í búrinu og vikuna fyrir bardagann. Bardagamenn mega klæðast jakkafötum á blaðamannafundum en bannað er að klæðast öðrum fatnaði sem sýna önnur vörumerki en Reebok vikuna fyrir bardaga eða í búrinu sjálfu.

Cerrone var sektaður um háa upphæð að eigin sögn þar sem hann var með lítinn bandarískan fána á Reebok stuttbuxum sínum.

„Ég var sektaður fyrir að vera með gamlan fána á stuttbuxunum. Fáninn stendur fyrir ömmu mína. Ég elska Bandaríkin en hvort sem þetta er einhver hjátrú hjá mér eða gjöf til ömmu á ekki að skipta máli. Ég sætti mig við sektina, það er ekkert mál. En það sem þeir gerðu mér var meira en bara að sekta mig. Ég ætla ekki að segja hversu há sektin var en hún var há, mjög há,“ sagði Donald Cerrone í The MMA Hour á mánudaginn.

Cerrone vill gjarnan að sektin renni til góðgerðarmála eins og gengur og gerist í t.d. NFL deildinni. Cerrone er mikill föðurlandsvinur og vill að sektin fari til góðgerðarmála hermanna líkt og Wounded Warrior.

„Það skiptir ekki öllu hve há upphæðin var heldur að þetta hafi allt verið út af einum fána. Sú upphæð var brjáluð. Nokkur þúsund dollarar í sekt? Ekkert mál, ég hefði sætt mig við það. En sektin sem ég fékk var fáranleg.“

Cerrone sagði enn fremur að hann hafi látið starfsmenn Reebok vita að hann ætlaði að hafa fánann á buxunum sínum. Cerrone fékk þau skilaboð að hann gæti mögulega verið sektaður fyrir vikið líkt og raunin var. Cerrone segir að upphæðin hafi verið vel yfir 5000 dollurum (655.000 krónur).

Samkvæmt umboðsmanni Cerrone fékk hann aðvörun um að brjóta ekki reglurnar aftur annars myndi hann ekki fá að berjast aftur í UFC. Cerrone virðist samt vera nokkuð sama og sagðist ætla að hafa fánann aftur á buxunum sínum þegar hann mætir Tim Means á UFC Fight Night 82 í febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular