Kúrekinn Donald Cerrone tókst á við Benson Henderson í Boston nú á dögunum og var bardaginn sá þriðji á milli þeirra. Fyrri bardagar þeirra höfðu endað með sigri Henderson en Cerrone náði loks að merja Henderson eftir einróma dómaraúrskurð. Nú vill Cerrone fá Rússann Khabib Nurmagomedov.
Fimmtán dögum fyrir bardagann í Boston hafði Cerrone sigraði Myles Jury einnig eftir einróma dómaraúrskurð og var á sex bardaga sigurgöngu. Cerrone fékk litla ánægju á að sigra Henderson en þeir eru vinir fyrir utan búrið. Cerrone er ekki mikið fyrir að dvelja í fortíðinni og er strax farin að huga að næsta andstæðing.
„Ég talaði við Dana White og Lorenzo Fertitta og það lítur út fyrir að Khabib Nurmagomedov verði næsti andstæðingur minn.“ sagði Cerrone. „Ég ætla nú að slaka aðeins á og bíða eftir að Nurmagomedov sé tilbúinn.“
Dana White sagði einnig að sigurvegarinn úr Donald Cerrone gegn Nurmagomedov viðureigninni fái titilbardaga gegn annað hvort Anthony Pettis eða Rafael dos Anjos. Pettis og dos Anjos berjast um léttvigtartitilinn á UFC 185 þann 14. mars í Dallas.