0

Tvenn verðlaun á fyrstu tveimur dögunum á Evrópumótinu í BJJ

ÓlöfEmbla

Ólöf Embla á verðlaunapallinum. Mynd fengin af heimasíðu BJÍ.

Evrópumeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram í Lissabon um þessar mundir og eru 22 Íslendingar skráðir til leiks. Tveir dagar eru búnir af mótinu og eiga Íslendingar Evrópumeistara í brasilísku jiu-jitsu.

Í gær (21. janúar) kepptu þau Guðrún Björk Jónsdóttir, Ólöf Embla Kristinsdóttir og Pétur Óskar Þorkelsson, öll úr VBC, í hvítbeltingaflokkum. Pétur Óskar tapaði í fyrstu glímu eftir að hafa verið yfir á stigum en lenti í uppgjafartaki. Hin 17 ára Guðrún Björk stóð sig frábærlega og komst alla leið í úrslit í -79 kg flokki hvítbeltinga. Í úrslitum tapaði hún naumlega 1-0, eftir aukastig, fyrir reyndum MMA keppanda. Frábær árangur hjá henni.

Toppur gærdagsins var án efa Evrópumeistaratitill Ólafar Emblu. Ólöf sigraði allar fimm glímur sínar í -64 kg flokki hvítbeltinga og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá henni.

Í dag (22. janúar) kepptu sjö Íslendingar í flokkum blábeltinga og fjólublábeltinga. Aron Elvar Jónsson úr Gracie Barra var fyrstur á vað og sigraði fyrstu tvær glímurnar sínar á stigum. Hann tapaði svo þriðju glímunni sinni, 2-0, og var úr leik. Hinn 17 ára Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni keppti í fullorðinsflokki og sigraði fyrstu glímu sína eftir hengingu. Kristján tapaði næstu glímu sinni gegn stórum andstæðingi á stigum eftir harða baráttu.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir úr Mjölni tapaði sinni fyrstu glímu á stigum eftir harða glímu. Jóhann Páll Jónsson, einnig úr Mjölnir, rúllaði upp fyrstu glímu sinni og var 6-0 yfir áður en hann læsti hengingunni. Jóhann var með yfirhöndina í næstu glímu en lenti í “armbar” og tapaði.

Brynja Finnsdóttir úr Fenri sigraði fyrstu glímu sína yfirburðum en hún var 10-0 yfir áður en hún náði “Bow and arrow” hengingunni. Því miður tapaði Brynja næstu glímu sinni á “armbar” og var úr leik. Brynja var að keppa sem blátt belti í fyrsta sinn en hún fékk bláa beltið í desember. Jóhann Ingi Bjarnason, einnig úr Fenri, keppti í flokki fjólublábeltinga en þurfti að lúta í lægra haldi í sinni fyrstu glímu eftir “armbar”.

Maður dagsins var Daði Steinn frá VBC. Daði keppti í -82 kg flokki fjólublábeltinga og sigraði þrjár glímur í röð með “triangle” hengingu. Í 8-manna úrslitum tapaði Daði á stigum en hann var búinn að læsa “triangle” hengingunni þegar tíminn var úti.

Góður árangur á fyrstu tveimur dögunum en á morgun keppa sjö aðrir Íslendingar á mótinu. Frásagnirnar hér að ofan koma frá Facebook síðu BJÍ en sambandið setur inn fréttir af keppendunum jafn óðum.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.