Forsetaframbjóðandinn Donald Trump var ánægður með að sjá Rondu Rousey tapa um helgina.
Ronda Rousey tapaði beltinu sínu til Holly Holm á laugardaginn. Holm rotaði Rousey í 2. lotu og varð þar með sú fyrsta til að vinna Rousey í MMA.
Þetta gladdi forsetaframbjóðandann Donald Trump sem sagði Rousey ekki vera góða manneskju.
Glad to see that @RondaRousey lost her championship fight last night. Was soundly beaten – not a nice person!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2015
Rondu Rousey er eflaust slétt sama enda er hún ekki stuðningsmaður hans. „Ég myndi ekki kjósa hann. Ég myndi ekki treysta honum fyrir að stjóran landinu mínu. Ég ætla ekki að fara nánar út í það en mig langar ekki að sjá sjónvarpsstjörnu stjórna landinu mínu,“ sagði Rousey fyrir nokkrum mánuðum síðan.