spot_img
Saturday, November 2, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey sendi frá sér yfirlýsingu í gær

Ronda Rousey sendi frá sér yfirlýsingu í gær

rondaRonda Rousey hefur rofið þögnina og sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í gær. Hún lofar því að hún muni snúa aftur í búrið.

Ronda Rousey tapaði beltinu sínu til Holly Holm á laugardaginn. Holm rotaði Rousey í 2. lotu og varð þar með sú fyrsta til að vinna Rousey í MMA.

Rousey var ekki viðstödd blaðamannafundinn eftir bardagann enda var hún send beint upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Talið var að Rousey hefði kjálkabrotnað en þær sögusagnir reyndust ekki sannar.

Rousey gaf það út fyrir bardagann að hún myndi taka sér hlé frá MMA til að einbeita sér að Hollywood-ferlinum. Hún mun að öllum líkindum berjast næst á UFC 200 í júlí. Holly Holm mun sennilega þurfa að bíða eftir Rousey en það á þó allt eftir að koma í ljós.

Í yfirlýsingunni segir að Rousey sé í lagi, hún muni taka sér pásu en snúa aftur. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Rousey í heild sinni.

A photo posted by rondarousey (@rondarousey) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular