spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDong Hyun Kim: Gunnar fær sérmeðferð frá UFC þar sem æfir með...

Dong Hyun Kim: Gunnar fær sérmeðferð frá UFC þar sem æfir með Conor

Dong Hyun Kim

Dong Hyun Kim mætir Colby Covington á UFC bardagakvöldinu í Singapúr nú á laugardaginn. Í nýlegu viðtali segir hann að Gunnar fái sérmeðferð frá UFC.

Það kom nokkuð á óvart þegar Kim var bókaður gegn gegn Covington enda er Bandaríkjamaðurinn ekki á styrkleikalista UFC. Aftur á móti er Kim í 7. sæti listans og hefur unnið þrjá bardaga í röð.

„Colby var ekki andstæðingur sem ég bað um. Mér var boðið að berjast við tvö nöfn sem voru á topp 10 sem ég samþykkti. Því miður drógst þetta á langinn og ég geri ráð fyrir að þeir hafi allir sagt nei. Allt í einu bauð UFC mér að taka bardaga gegn Colby í Singapúr. Mig langaði að berjast í Singapúr svo ég samþykkti það,“ sagði Kim við Champions vefinn.

Dong Hyum Kim átti auðvitað að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Belfast í nóvember í fyrra. Því miður meiddist Gunnar og þurfti að draga sig úr bardaganum. Þeir hafa ekki verið bókaðir aftur en Gunnar mætir Santiago Ponzinibbio á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí.

„Ég held að Gunni fá sérmeðferð þar sem hann æfir með Conor McGregor. Hann berst alltaf í Evrópu, berst við andstæðingana sem hann vill fá og það sama má segja um Artem Lobov [sem einnig æfir með Conor] sem mætti Cub Swanson. Það var Gunnar sem meiddist í fyrra sem gerði það að verkum að bardaginn okkar féll niður. Ég barðist svo við Tarec Saffiedine sem var hærra á styrkleikalistanum en hann. Samt fékk ég símtal daginn eftir þar sem ég var spurður hvort ég vildi berjast við Gunnar í Evrópu.“

Eftir að Gunnar meiddist var Kim bókaður gegn Tarec Saffiedine á UFC 207 í desember. Þann bardaga vann Kim eftir dómaraákvörðun en ekki voru allir sammála dómaraákvörðuninni og þótti bardaginn ekki mikið fyrir augað.

„Auðvitað vildi ég mæta einhverjum sem var fyrir ofan Tarec. Ég gat ekki samþykkt bardagann gegn Gunnari þar sem ég var að jafna mig á meiðslum og hef aðrar skyldur í sjónvarpsútsendingum. Ég geri ráð fyrir því að Gunnari hafi verið boðið að berjast á Singapúr kvöldinu, en engu að síður er andstæðingurinn minn Colby.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular