Saturday, September 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 305: Du Plessis mætir Adesanya í Ástralíu

UFC 305: Du Plessis mætir Adesanya í Ástralíu

Háværir orðrómar um að fyrsta titilvörn Dricus Du Plessis verði gegn Israel Adesanya hafa gengið manna á milli og hefur legið í loftinu að þeir mætist á UFC 305 sem fer fram 17. ágúst í Perth, Ástralíu og hefur það nú verið staðfest.

Þegar Israel Adesanya vann beltið sitt tilbaka og náði hefndum gegn Alex Pereira á UFC 287 var Du Plessis hleypt uppí hring og mikill hamagangur skapaðist en báðir menn sögðust vera hinn sanni kóngur Afríku. Síðan þá hefur þessi bardagi legið í loftinu en Du Plessis sat hjá vegna ökklameiðsla og afþakkaði titilskotið gegn Adesanya sem Sean Strickland þáði með þökkum í september í fyrra. Nýlega hafa bæði Du Plessis og Adesanya gefið í skyn á samfélagsmiðlum að þessi bardagi væri í kortunum og Dana White staðfesti það í viðtali í þættinum “The Jim Rome Show”.

Dricus Du Plessis mun reyna að verja millivigtartitil sinn sem hann vann í janúar gegn Sean Strickland á klofinni dómaraákvörðun en niðurstaðan var umdeild. Margir og þ.á.m. Dana White sögðust hafa skorað bardagann fyrir Strickland og hefur Sean sjálfur tjáð sig opinskátt og opinberlega um það að hann hafi unnið bardagann.

Fyrrverandi millivigtarmeistarinn Adesanya mun reyna að ná í sitt gamla belti tilbaka sem Sean Strickland tók af honum síðast þegar UFC kom til Ástralíu, þá í Sydney. Adesanya var gott sem heimamaður en hann kemur frá næsta landi, Nýja-Sjálandi, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á heimamenn í áhorfendastúkunum en yfirgnæfandi meirihluti hélt greinilega með Sean Strickland í þeim bardaga og átti hann crowdið eins og sagt er.
Adesanya sagðist ætla í langa pásu og nefndi árið 2027 fyrir endurkomu sína sem margir tóku alvarlega en hann sagði síðar að þetta hefði bara verið brandari.

Margir hafa haldið því fram að eftir vægast sagt slaka frammistöðu Adesanya gegn Strickland og umdeilda klofna bardagann milli Du Plessis og Strickland að Strickland ætti frekar að vera næstur í röðinni og fá immidiate rematch en svo verður ekki. Strickland barðist gegn Paulo Costa á UFC 302 1. júní þar sem hann sigraði að því virtist örugglega sem á umdeildan hátt endaði á klofinni dómaraákvörðun. Einn dómarinn gaf Sean allar loturnar, 50-45, á meðan annar dómari gaf 49-46 í hina áttina á óskiljanlegan hátt. Strickland þarf að bíða aðeins lengur eftir sínu titilskoti en það verður að teljast nánast fullvíst að hann mun mæta sigurvegara þessarar titilviðureignar.

Það hafa ekki margir aðrir bardagar verið staðfestir fyrir UFC 305 þegar UFC kemur í 18. skipti til Ástralíu en orðrómar fóru nýlega af stað um að Steve Erceg vs. Kai Kara-France sé í kortunum. Báðir menn koma frá Ástralíu og hafði Kara-France sjálfur orð á því að Erceg gæti verið góður dansfélagi.

Talandi um umdeildar klofnar dómaraákvarðanir þá er Kai Kara-France að koma tilbaka eftir að enda á röngum enda af einni slíkri gegn Amir Albazi í júní í fyrra. Fyrir það hafði hann fengið sitt skot á titilinn gegn þáverandi fluguvigtarmeistara Brandon Moreno sem kláraði hann í 3. lotu. Steve Erceg er að koma tilbaka eftir sitt skot á titilinn sem hann fékk á UFC 301 í maí á þessu ári gegn Alexandre Pantoja á heimavelli meistarans í Rio, Brasilíu. Erceg sem sat í 10. sæti þegar hann fékk sitt titilskot, vegna skorts á mögulegum andstæðingum ofar í röðinni, kom mörgum á óvart og stóð vel í meistaranum Pantoja sem sigraði þó á einróma dómaraákvörðun en Erceg sýndi að hann getur barist meðal þeirra bestu og gæti vel orðið meistari einn daginn.

Enn einn “War Room” lekinn átti sér stað nýlega þegar Dana White gaf út eitt af sínum frægu “If you dont know, now you know” myndböndum og í bakgrunni þess mátti greina nokkur nöfn undir UFC 305. Israel Adesanya, Song Yadong, Steve Erceg, Jack Della Maddalena og Drakkar Klose. Orðrómar hafa verið í gangi um að Jack Della Maddalena muni mæta Shavkat Rakhmonov næst og með tilliti til stöðu Drakkar Klose í léttvigtinni og staðsetningu viðburðarins gæti vel verið að andstæðingur hans verði heimamaðurinn Dan Hooker. Það stefnir a.m.k. í gott kvöld í Perth 17. ágúst.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular