spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDustin Poirier sigraði guðinn

Dustin Poirier sigraði guðinn

Dustin Poirier og Benoit “God of War” Saint-Denis mættust í næst síðasta bardaganum á UFC 299. Bardaginn byrjaði með krafti og var á fullu blasti alveg þangað til ljósin slokknuðu.

Það kom til tals fyrir bardagann hvort að Benoit hefði fengið staph sýkingu fyrir bardagann, það var ekki að sjá, en það bar þó á örlítilli örvæntingu í bardaganum. Þessi bardagi var aldrei að fara allar 5 loturnar og sást strax að hann myndi klárast snemma.

Benoit og Dustin byrjuðu að skiptast á höggum og lentu til skiptist, Benoit þó aðeins betur enda stjórnaði hann hraðanum og sýndi mikið frumkvæði. Báðir fengu þeir skurð í fyrstu lotu. Þeir skiptust einnig á að vera dóminerandi í glímunni, en Dustin reyndi þrisvar sinnum að sækja Guillotine í fyrstu lotu. Í hvert skipti sem Benoit slapp úr takinu tók hann yfirburðarstöðu í leiðinni.

Dustin Poirier sýndi í annarri lotu að hann er aðeins betri boxari. Benoit lét höggin flæða og gerði Dustin vel í því að verja sig og slá högg á móti á fullkomnum tíma. Ekki leið að löngu fyrr en Poirier lenti krók sem small á hökunni hans Benoit og innsiglaði KO sigur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular