Monday, April 22, 2024
HomeErlentSean O’Malley þurfti að grafa djúpt en fór létt með Chito

Sean O’Malley þurfti að grafa djúpt en fór létt með Chito

Aðalbardagi kvöldsins hófst rétt fyrir klukkan 06:00 í morgun. Sean O’Malley og Marlon Vera fóru allar 5 loturnar og bar Sean O’Malley fremur auðveldan sigur úr býtum. Marlon skrúfaði upp pressuna í lokinn sem varð til þess að Sean þurfti að grafa djúpt til að sigla sigrinum heim. Dómararnir dæmdu bardagann 50 – 45 tvisvar og 50 – 44.

Marlon “Chito” Vera hefur aldrei verið rotaður á ferlinum, en í kvöld er spurning hvort að það hafi verið honum í hag. Vera var ekki sleginn út en hann tók hrikalega mikla refsingu frá Sean O’Malley. Sean lenti hrikalegu hné í annarri lotu sem small og glumdi í eyrum allra. 

Fjórða lota var líklega sú öflugasta fyrir Marlon Vera, en hann reyndi sitt best að gera bardagann ljótan og koma Sean O’Malley í vandræði. En allt kom fyrir ekki, Sean lét ekki slá sig úr jafnvægi og tóskt alltaf að veðra storminn. 

Hrikalega öruggur sigur hjá Sean O’Malley sem sótti hefndina fyrir eina tapið á ferlinum sínum. 

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular