spot_img
Saturday, April 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentEitt högg breytti öllu eftir tvær frábærar lotur hjá Antoni Smára á...

Eitt högg breytti öllu eftir tvær frábærar lotur hjá Antoni Smára á Golden Ticket 28

Anton Smári Hrafnhildarson mætti Shyrron Burke á Golden Ticket 28 og þurfti að sætta sig við tap eftir TKO í þriðju lotu. Anton átti tvær mjög sannfærandi lotur þar sem hann tók Burke niður, hélt honum niðri og var ekki langt frá því að klára hann með uppgjafartaki undir lok annarar lotu.

Anton Smári, sem berst fyrir Mjölni, var að mæta í sinn annan MMA bardaga gegn aðeins reyndari andstæðingi, Shyrron Burke, sem var að taka sinn sjötta bardaga. Burke ætti að vera Íslendingum kunnugur en hann mætti Jhoan Salinas fyrir Caged Steel Superlightweight titilinn í júní í fyrra þar sem hann varð fyrir Kneebar-inu fræga. Burke hefur verið ákveðinn í því að tappa ekki út fyrir öðrum Íslendingi en hann var þó ekki langt frá því að neyðast til þess þegar Anton Smári náði bakinu á honum seint í 2. lotu og læsti inn Rear Naked Choke-inu. Burke náði þó að halda út lotuna og kom mjög ákveðinn út í þá þriðju, staðráðinn í því að finna rothöggið sem hann þurfti án alls vafa eftir tvær afar sannfærandi lotur Antons sem var að spila sinn leik fullkomlega fyrstu tvær loturnar.

Burke er mjög góður striker og með enn meiri reynslu en áhugamanna MMA metið hans gefur til kynna því hann hefur einnig keppt í Muay Thai. Burke kastaði flottri fléttu sem endaði á beinni hægri sem smellhitti á hökuna hans Antons. Anton fór niður og innsiglaði Burke sigur sinn með góðum ground-n-pound höggum. Anton var klárlega vankaður eftir höggin en alls ekki steinrotaður og var hann fljótur á lappir og virkaði alls ekki ringlaður heldur frekar bara vonsvikinn og pirraður að hafa misst þetta frá sér eftir að hafa verið með yfirhöndina alveg upp að þessum tímapunkti.

Áhugamannferill Antons stendur núna í tveimur töpum með engan sigur en það gefur engan vegin til kynna hversu miklar bætingar hann hefur sýnt undanfarið. Það er rosalega margt jákvætt sem hann getur tekið úr þessum bardaga og vonandi munum við sjá hann snúa fljótt aftur inn í búrið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið