Eldri Topuria-bróðirinn er 5-1 sem atvinnumaður í MMA. Hann lék frumraun sína í MMA árið 2015 en tók rúmlega sex ára pásu frá íþróttinni eftir tap gegn Ivo Ivanov í árslok 2015. „El Cazador“ hefur unnið þrjá bardaga í röð, alla í fyrstu lotu og fékk samning við UFC í kjölfarið. UFC hefur ekki enn þá gefið út hvenær Aleksandre Topuria stigur inn í búrið í fyrsta skipti fyrir stofnunina.
Aleksandre Topuria (28) er einu ári eldri en fjaðurvigtarmeistarinn en hann mun berjast í bantamvigtinni og því ólíklegt að við munum nokkurn tímann fá sannkallaðan bræðaslag í UFC. Aleksandre hefur einu sinni á ferlinum þurft að fara inn í aðra lotu en það var í áður nefndu tapi sínu gegn Ivo Ivanov. Aleksandre hefur annars klárað alla sína bardaga í fyrstu lotu. Fyrstu tvo sigraði hann með uppgjafartaki og síðstu þrjá með rothöggi.
Ilia Topuria hefur verið í MMA-fyrirsögnum upp á síðkastið. Hann hefur sérstaklega ýjað að því að fara upp í léttvigt og skaut niður allan orðróm um bardaga milli hans og Conor McGregor.