spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxElmar Gauti Halldórsson komin í undanúrslit á alþjóðlegu hnefaleikamóti

Elmar Gauti Halldórsson komin í undanúrslit á alþjóðlegu hnefaleikamóti

Elmar Gauti Halldórsson sigraði andstæðing sinn á Dacal Cup sem haldið er í Madríd á Spáni.

Elmar Gauti sigraði Jaume Andreu Fio með klofinni dómaraákvörðun á Dacal Cup sem haldið er í Madríd á Spáni. Elmar mætti grimmur til leiks og pressaði Jaume vel og náði að hitta nokkrum sterkum höggum í höfuðið á honum. Eftir sterkt högg frá Elmari um miðja fyrstu lotu taldi dómarinn réttilega yfir Jaume sem var í vandræðum með að finna Elmar bæði í skrokk og höfuð, sannfærandi lota hjá okkar manni.


Önnur lotan var betri fyrir Jaume sem kom sér vel undan höfuð höggum Elmars með flottum fótaburð og höfuðhreifingum. Jaume hitti Elmar líka ágætlega. Jafnari lota en fyrsta lotan og báðir bardagamenn líklega búnir að sigra eina lotu. Í þriðju lotunni ruku báðir menn inn í miðjan hringinn og voru fyrstu 20 sekúndur lotunnar hraðar og villtar, þar sem báðir slógu villt og víð vindhögg. Lotan var spennandi þar sem nokkuð jafnræði var á meðal þeirra en Elmar skólaðri, var með hávörnina á sínum stað á meðan Jaume var villtur, reiddi sig á að koma sér unda höggum Elmars með hendurnar niður með síðum. Elmar betri í fjörugri lotu.

Elmar Gauti sigraði bardagann með klofnum dómaraúrskur, Elmar með virkilega sterkan sigur og er komin áfram í undanúrslit þar sem hann mætir Chadi Baraia sem sigraði franskt landsmót í Elite flokki í desember síðastliðnum. Elmar fær því gríðarlega sterkan andstæðing í undanúrslitum en bardaginn fer fram á morgun föstudaginn 26. september.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular