Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxValgerður Guðsteinsdóttir laut í lægra haldi í Írlandi

Valgerður Guðsteinsdóttir laut í lægra haldi í Írlandi

Þann 20. september síðastliðinn keppti Valgerður Guðsteinsdóttir gegn Shauna O’keefe í hnefaleikum í Dublin, Írlandi. Bardagakvöldið var sýnt á UFC fightpass og var eigandi UFC Dana White, viðstaddur kvöldið. Valgerður stóð ágætlega í Shauna þangað til höfuð þeirra skullu saman í annarri lotu og Valgerður fékk ljótan og var þetta erfiður bardagi fyrir Valgerði eftir það. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu enda skurðurinn í andliti Valgerðar orðin stór og farið að blæða töluvert og fullt tilefni til að stöðva bardagann.

Shauna O’keefe er gríðarlega efnileg hnefaleikakona sem hefur nú sigrað þrjá bardaga í röð en samkvæmt vefsíðu hennar hefur hún unnið fimm landstitla í hnefaleikum ásamt fleiru afrekum í íþróttinni en í Írlandi miklar vonir bundnar við að Shauna verðu stjarna í henfaleikaheiminum.

Valgerður tók bardaga gegn mjög sterkum andstæðing og stóð sig með sóma. Hún var óheppin að höfuð þeirra skullu saman sem var upphafið af endinum.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular