Norðmaðurinn Emil Weber Meek dvaldi hér á landi á dögunum. Kappinn samdi nýlega við UFC og áttum við gott spjall við hann.
Emil Weber Meek var hér á landi við upptökur á norskum sjónvarpsþætti. Á meðan á dvöl hans stóð æfði hann í Mjölni með strákum úr Keppnisliði Mjölnis.
Emil hlaut mikla athygli fyrr á árinu þegar hann sigraði Rousimar Palhares með rothöggi í 1. lotu. Palhares er einn umdeildasti bardagamaður heims og skaut sigurinn Emil fram á sjónarsviðið. Sama kvöld fékk hann tölvupóst frá UFC þar sem bardagasamtökin buðu honum samning.