spot_img
Monday, May 12, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxEmin Kadri 2-0 sem atvinnumaður eftir sigur í Mexíkó

Emin Kadri 2-0 sem atvinnumaður eftir sigur í Mexíkó

Emin Kadri Eminsson hefur gert Las Vegas að sínu öðru heimili þar sem hann er að æfa í Top Rank og keppa á atvinnumannastigi. Emin ferðist til Tijuana, Mexíkó á laugardaginn og mætti þar heimamanni að nafni Cesar Aguilar Valdovinos í 4 lotu bardaga sem hann sigraði á einróma dómaraákvörðun.

Emin æfir hjá Ahead Boxing Team undir skotanum Jamie Robinson í Top Rank Boxing í Las Vegas og hefur hann verið að fá dýrmæta reynslu þar síðan hann kom þangað fyrst í október 2022. Hann kynntist þar Jamie og bauðst að koma að æfa hjá honum aftur. Hann fór aftur í apríl í fyrra í nokkrar vikur og aftur stuttu seinna eftir það. Áætlun hans núna er að fara fram og tilbaka milli Íslands og Las Vegas, æfa og keppa.

24. september á síðasta ári keppti Emin sinn fyrsta atvinnumannabardaga, einnig í Tijuana, á sama klúbbi og Devin Haney byrjaði á. Hann fór aftur út í janúar með það að markmiði að taka 2-3 bardaga á nokkrum mánuðum ef allt gengi vel og á laugardaginn tók hann stórt skref í þeirri áætlun sinni þegar hann sigraði sinn 2. bardaga á atvinnumannaferlinum.

Emin vissi ekki mikið um andstæðing sinn sem mætti líka seint í vigtunina þannig Emin sá hann ekkert fyrr en var komið að bardaganum sjálfum en lét það þó lítið á sig fá. Hann sagði að mótherjinn að þessu sinni hafi verið skrítnari og erfiðari en sá sem hann mætti síðast. Emin sigraði hann þó á einróma dómaraákvörðun (40-36) og var sáttur með frammistöðuna sína. Hann reyndi að sækjast eftir að klára bardagann en andstæðingurinn var harður af sér og gat tekið við mörgum góðum höggum.

Leikáætlunin hans var að feinta til að ná andstæðingnum úr taktinum sínum, króa hann af, fara í skrokkinn á honum og kýla meira í fléttum. Honum finnst hann hafa tekið miklum bætingum eftir tímann sinn í Las Vegas og allar sparrloturnar sem hann hefur tekið þar. Honum finnst hann hafa stækkað og vaxið bæði sem íþróttamaður og manneskja eftir tímann sinn úti og hefur fundist þetta gefandi og gott ferli. Emin segist finna fyrir stuðningnum frá öllum heima á Íslandi í gegnum samfélagsmiðla og er mjög þakklátur fyrir alla sem styðja við bakið á honum.

Það gæti verið stutt í næsta bardaga en Emin er með augað á tveimur dagsetningum í mars og mögulega annarri í apríl. Mögulega ein af þeim eða jafnvel tvær en Emin vonast eftir að ná tveimur í viðbót áður en hann kemur aftur heim. 

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið