spot_img
Monday, November 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEngin skimun fyrir kórónaveirunni á bardagamönnum kvöldsins

Engin skimun fyrir kórónaveirunni á bardagamönnum kvöldsins

Mynd: USA TODAY Sports

UFC er með bardagakvöld í Brasilíu núna. Engin sýni voru tekin af bardagamönnum kvöldsins til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með kórónaveiruna.

Flestum íþróttaviðburðum í heiminum hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar sem skekur nú heiminn. UFC heldur sínu striki og er bardagakvöldið í Brasilíu í kvöld á sínum stað. Samgöngubann í höfuðborginni gerir þó að verkum að áhorfendur fá ekki að fara í höllina og er því barist í tómri höllinni.

Bardagamenn kvöldsinsu fóru ekki í skimun vegna veirunnar. Samkvæmt MMA sambandi Brasilíu (CABMMA) hefur sambandið fylgst vel með bardagamönnum í vikunni fyrir mögulegum einkennum veirunnar en allir bardagamenn verið einkennalausir samkvæmt CABMMA. Engin sýni voru þó tekin af bardagamönnum eða hornamönnum kvöldsins.

Covid-19 sjúkdómurinn er smitandi áður en einkenni koma fram. Einkenni koma fram 2-14 dögum eftir smit.

12 bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagamennirnir 24 koma frá 11 mismunandi löndum. Bardagakvöldið hófst kl. 19 í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular