spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnn einn mögulegur framtíðar millivigtar titiláskorandi Mansur Abdul-Malik bætist við listann

Enn einn mögulegur framtíðar millivigtar titiláskorandi Mansur Abdul-Malik bætist við listann

Millivigtin í UFC virðist vera að hefja nýtt blómaskeið. Mikið af hreyfingum hafa verið í gangi á toppnum og beltið skipts manna á milli undanfarið. Einnig hafa bæst við nýjir spennandi framtíðar titiláskorendur og því virðist ekki ætla að linna.

Hinn ósigraði Mansur Abdul-Malik þreytti UFC frumraun sína um helgina þegar hann sigraði Dusko Todorovic og jók atvinnumannamet sitt í 7-0 með rothöggi í 1. lotu. Það er alveg greinilegt að Mansur Abdul-Malik býr yfir rosalegum krafti í höndunum. Todorovic fann fyrir því snemma og leit í raun og veru aldrei út fyrir að eiga mikinn séns í bardaganum en hann lennti 3 höggum gegn 31 frá Mansur Abdul-Malik og sótti helst í ökklalás af bakinu með litlum árangri.

Mansur Abdul-Malik fékk 50.000$ frammistöðubónus fyrir sigurinn og stimplaði sig sterkt inn í millivigtina í sínum fyrsta bardaga. Höggin hans eru hrikalega þung en hann virtist eiga það til að sveifla rosalega mikið. Mansur er 27 ára gamall og á margt eftir ólært en hrái krafturinn er óneitanlegur og ekki ólíklegt að við munum sjá hann berjast á sí hærra stigi á næstunni.

Á toppi deildarinnar situr meistarinn Dricus Du Plessis en hann tók beltið af Sean Strickland og varði það gegn Israel Adesanya á þessu ári. Báðir menn vilja fá annað skot að titlinum og sérstaklega Strickland sem fannst hann hafa unnið bardagann gegn Du Plessis í janúar.

Mikið af spennandi millivigtarmönnum hafa komið upp undanfarið. Khamzat Chimaev er núna orðinn mestumtalaði nýji titiláskorandinn í deildinni en margir aðrir nýjir og spennandi eru mögulega ekki svo langt á eftir honum í röðinni. Má nefna menn eins og Bo Nickal, Caio Borralho, Anthony Hernandez, Shara Magomedov, Joe Pyfer og áfram mætti telja. Framtíðin virðist björt í millivigtinni og gæti Mansur Abdul-Malik vel blandað sér í toppbaráttu á næstu árum ef hann heldur rétt á spöðunum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular