spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Fight Night í London á besta tíma

UFC Fight Night í London á besta tíma

UFC voru rétt í þessu að tilkynna næsta London Fight Night sem haldið verður 22. mars og fylgir með að það verði á Prime Time, semsagt besta tíma en ekki um miðja nótt eins og síðast þegar UFC kom til Englands.

UFC 304 var haldið í Manchester, Englandi 27. júlí á þessu ári þar sem aðalbardagi kvöldsins milli Leon Edwards og Belal Muhammad var að byrja milli kl. 5 og 6 um morguninn til þess að þjóna Amerískum markaði fyrst og fremst. Það var góð stemning á viðburðinum en þessi afleita tímasetning hentaði heimamönnum og þeirra líkamsklukku illa. Heimamaðurinn Leon Edwards missti veltivigtarbeltið sitt yfir til Belal Muhammad og hafa margir bent á að slök frammistaða Edwards hafi mögulega verið vegna tímasetningarinnar.

Enskir og breskir UFC bardagamenn hljóta því að taka þeim fréttum vel að næsti viðburður verði á besta tíma en UFC hefur ekki enn tilkynnt neina bardaga, heldur aðeins dagsetninguna. Miðasala hefst föstudaginn 24. janúar. MMA Fréttir munu að sjálfsögðu flytja fréttir af gangi mála.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular