spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEnn of margir á UFC-samningi

Enn of margir á UFC-samningi

Eftir sigur sinn á Darrell Montague á UFC 166 grátbað fluguvigtarmaðurinn John Dodson UFC um að gefa sér tækifæri til að berjast aftur í bráð.

Fyrir þetta hafði Dodson ekki fengið að berjast síðan í janúar, þegar hann tapaði titilbardaga gegn fluguvigtarmeistaranum Demetrious Johnson. Dodson tapaði bardaganum á dómaraúrskurði og hann og Johnson fengu verðlaun fyrir bardaga kvöldsins. Dodson hefur ekki þurft að glíma við meiðsli á þessum tíma en samt þurfti Dodson að bíða þetta lengi eftir öðrum bardaga.

Vandamálið er að of margir bardagamenn eru á samningi hjá UFC og því þurfa hæfileikaríkir bardagamenn eins og Dodson að sitja á hliðarlínunni á meðan aðrir fá að komast að. Dana White, forseti UFC, útskýrði málið:

Ég er sífellt að segja ykkur að það er ekki pláss fyrir fleiri menn. Menn þurfa að fá bardaga og í hvert einasta sinn sem við rekum einhvern eftir viðburð segir fólk “Fokkaðu þér Dana White, þú ert fáviti.” Haldiði kjafti og leyfið okkur að reka okkar fyrirtæki. Það er ekkert pláss.”

Við viljum vera góð við þá sem eiga það skilið. Menn eins og [Yushin] Okami. Mér líkar vel við Okami. Ég kann mjög vel við hann. Hann er frábær gaur, en þegar menn tapa og eru á ákveðnum tímapunkti á ferli sínum eða hver sem staðan er, þá þarf að reka þá svo menn eins og Dodson geti haldið áfram að keppa. Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að borga mönnum laun hvort sem þeir berjast eða ekki. Það er ekki gott heldur. Menn vilja berjast. Menn eins og Dodson vilja vera uppteknir og virkir. Þeir vilja berjast.”

Snemma árs flæddi bylgja af brottrekstrum yfir UFC. Þá var verið að búa til pláss fyrir tvær nýjar deildir, fluguvigtardeild og kvennadeild og alla þá bardagamenn sem komu úr Strikeforce yfir í UFC eftir að Strikeforce var lagt niður. Miðað við þessi orð forsetans má allt eins búast við annarri slíkri holskeflu.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular