spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEr Anderson Silva kannski ekki að hætta um helgina?

Er Anderson Silva kannski ekki að hætta um helgina?

anderson silva

Dana White greindi frá því á dögunum að bardagi Anderson Silva um helgina verði hans síðasti á ferlinum. Nú segir Silva að hann vilji halda áfram en það verði mögulega ekki í UFC.

Anderson Silva mætir Uriah Hall í aðalbardaga kvöldsins á laugardaginn. Bardaginn hefur verið kynntur sem lokabardagi Silva á ferlinum en Silva virðist hins vegar ekki alveg vera á sömu blaðsíðu.

„Það eru allir að spurja mig hvort þetta verði minn síðasti bardagi. Kannski verður þetta sá síðasti, kannski ekki. Kannski er þetta síðasti bardagi minn í UFC eftir samkomulag milli mín og Dana. Við sjáum til. Kannski mun ég berjast annan bardaga, kannski ekki. Það getur allt gerst,“ sagði Silva á miðvikudaginn talandi undir rós.

Silva á tvo bardaga eftir af núverandi samningi við UFC og verður enn samningsbundinn UFC ef hann ákveður að hætta. Hann mun sennilega sitjast niður með stjórnendum UFC eftir helgi.

„Við munum sjá til eftir bardagann, hvort ég haldi áfram eða ekki, en mig langar að halda áfram, klárlega. En við ætlum að bíða og sjá, ég einbeiti mér að Uriah núna og tökum svo næstu skref eftir það. Við munum tala við Dana og sjá hvað er gerlegt og hvað er ekki hægt að gera.“

„Þetta er rétta leiðin til að auglýsa bardagann því þetta gæti verið minn síðasti bardagi í UFC, en við sjáum til. Sjáum hvað gerist. Ég einbeiti mér að Uriah og sjáum til eftir það hvort ég haldi áfram eða fari frá UFC. Þið munuð komast að því eftir bardagann, þá get ég svarað spurningum ykkar blaðamanna.“

Silva hefur aðeins unnið einn af síðustu átta bardögum sínum. Hann er orðinn 45 ára í dag og hefur áður lýst því yfir hve gaman hann hefur að berjast. Það er því alls ekki víst að þetta verði kveðjubardagi hans eftir allt saman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular