spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEr "Eminem bölvun" í UFC?

Er “Eminem bölvun” í UFC?

 

Eminem-Not-Afraid

Hvort sem menn velja nýþungt þungarokk, rapp af gamla skólanum eða Duran Duran er inngöngulag bardagamanna umhugsunarefni fyrir bardaganörda. Þegar bardagamaður gengur í búrið er hann yfirleitt með lag að eigin vali til að koma sér í gírinn fyrir bardagann. Gunnar Nelson hefur lengi haft hið rólega “Leiðin okkar allra” með Hjálmum en flestir eru með eitthvað í þyngri kantinum.

Eitt vinsælasta inngöngulagið í MMA er lagið “Lose yourself” með Eminem. Þegar betur er að gáð má sjá að þeir sem labba inn í búrið með Eminem undir, og þá sérstaklega fyrrgreint lag, eru líklegri til að tapa. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að þeir sem labba inn með Eminemt undir hafa unnið 6 bardaga en tapað 16 í UFC.

Gagnasafnið fyrir inngöngulög bardagamanna er takmarkað og eflaust hægt að finna nákvæmari tölu en það er engu að síður gaman að velta þessu fyrir sér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular