Hvort sem menn velja nýþungt þungarokk, rapp af gamla skólanum eða Duran Duran er inngöngulag bardagamanna umhugsunarefni fyrir bardaganörda. Þegar bardagamaður gengur í búrið er hann yfirleitt með lag að eigin vali til að koma sér í gírinn fyrir bardagann. Gunnar Nelson hefur lengi haft hið rólega “Leiðin okkar allra” með Hjálmum en flestir eru með eitthvað í þyngri kantinum.
Eitt vinsælasta inngöngulagið í MMA er lagið “Lose yourself” með Eminem. Þegar betur er að gáð má sjá að þeir sem labba inn í búrið með Eminem undir, og þá sérstaklega fyrrgreint lag, eru líklegri til að tapa. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að þeir sem labba inn með Eminemt undir hafa unnið 6 bardaga en tapað 16 í UFC.
Gagnasafnið fyrir inngöngulög bardagamanna er takmarkað og eflaust hægt að finna nákvæmari tölu en það er engu að síður gaman að velta þessu fyrir sér.
Það væri áhugavert að vita við hvaða lag greinahöfundur myndi ganga inn í hringinn?