Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxErika Nótt Einarsdóttir fyrsti Íslendingur í sögunni til að vinna gull á...

Erika Nótt Einarsdóttir fyrsti Íslendingur í sögunni til að vinna gull á Norðurlandamótinu

Erika Nótt Einarsdóttir kom, sá og sigraði og tókst það mikla afrek að vinna gullið á Norðurlandameistaramótinu fyrr í dag. Afrek sem engum Íslendingi hefur nokkurn tíman áður tekist. Hún var jafnframt valin besti youth kvenna boxari mótsins.

6 boxarar kepptu fyrir Íslenska hnefaleika landsliðið á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku um helgina. 4 þeirra féllu út í fyrstu umferð en Nóel Freyr Ragnarsson sigraði fyrri bardaga sinn en tapaði í úrslitum gegn gríðarlega reyndum Dönskum meistara og fékk silfur.

Erika Nótt fór beint í úrslit í dag þar sem hún mætti Arinu Vakiili frá Svíðþjóð sem hún mætti einnig á síðasta Icebox. Að sögn Eriku var þetta erfiður en geggjaður bardagi. Hún vissi að hún var seinasta von Íslands til að vinna gull og hún ætlaði sér að vinna sama hvað. “Ég bara vissi hvað ég þurfti að gera og gerði það”

Ótrúlegt afrek hjá hinni 17 ára Eriku sem sýnir og sannar enn og aftur að hún er einn besti og efnilegasti boxari Íslands og okkar bjartasta von!

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular