spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFer Demetrious Johnson til ONE FC í skiptum fyrir Ben Askren?

Fer Demetrious Johnson til ONE FC í skiptum fyrir Ben Askren?

Sá orðrómur gengur nú um MMA heiminn að UFC og ONE ætli að skipta á Demetrious Johnson og Ben Askren. Ef satt reynist mun Demetrious Johnson yfirgefa UFC og berjast í ONE Championship á meðan Aksren færi í UFC.

Þetta er nýjasta slúðrið í dag en Ariel Helwani greinir frá þessu. Samkvæmt honum eru samningar langt komnir í land og væru þetta fyrstu stóru skiptin í sögu MMA.

Ben Askren lagði hanskana á hilluna en sagði á dögunum að það væru 98% líkur á að hann semji við UFC. Askren hefur aldrei barist í UFC en er samningsbundinn ONE Championship í Asíu og var á sínum tíma veltivigtarmeistari Bellator.

Demetrious Johnson er sigursælasti meistari í sögu UFC en hann varði fluguvigtartitil sinn 12 sinnum í röð sem er met. Johnson tapaði beltinu til Henry Cejudo í ágúst í hnífjöfnum bardaga.

UFC og ONE Championship eru nálægt því að ná samkomulagi um að skipta á þessum bardagamönnum sem væru gríðarlega óvænt tíðindi enda Johnson einn besti bardagamaður allra tíma. Samningi Johnson við UFC yrði þá rift en í staðinn myndi það sama gerast við samning Askren við ONE. Þess má geta að Matt Hume, yfirþjálfari Johnson, starfar hjá ONE samtökunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular