spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFimm umræðupunktar af UFC 307 (Myndbönd)

Fimm umræðupunktar af UFC 307 (Myndbönd)

Carla Esparza leggur hanskana á hilluna

Carla Esparza tapaði með einróma dómaraákvörðun gegn Tacia Pennington í lokabardaga sínum fyrir UFC en Carla lagði hanskana á hilluna þegar bardaganum var lokið. Einhverjir MMA-áhugamenn hafa kallað eftir því að niðurstaða bardagans hafi verið röng en Carla tók niðurstöðunni vel og átti tilfinningaríkt samtal við Joe Rogan eftir bardagann áður en hún gekk úr búrinu með son sinn í fanginu.

Carla Esparza hefur notið mikilla velgengni í Blönduðum bardagalistum en hún sigraði raunveruleikaþáttinn „The Ultimate fighter“ árið 2014 og hefur unnið strávigtartitilinn UFC í tvígang í bæði skiptin sigraði hún Rose Namajunas fyrst árið 2014 og svo 2022.

Er Joaquin Buckley kominn í titilumræðu ?

Joaquin Buckley barðist við Stephen Thompson og þurfti sterkan sigur til að brjóta sér leið í toppbaráttuna í deildinni. Buckley gerði nákvæmlega það sem hann þurfti og rotaði Thompson í þriðju lotu og nýtti tíma sinn á míkrófóninum vel og kallaði út Kamaro Uzman, fyrrverandi millivigtarmann UFC. Buckley var ekki einn um að vilja þann bardaga en Usman er áreiðanlega eitt vinsælasta kallið (e. call out) í Welter-vigtinni í augnablikinu. Buckley er með þeim líklegri til þess að fá að berjast við Usman en með öruggum sigri í þeim bardaga gæti Buckley verið komin í kjörstöðu til að berjast um titilinn í Welter-vigt.

Var Jose Aldo rændur ?

Viðtal við Mario Bautista eftir bardaga hans og Jose Aldo hefur kveikt í umræðunni um að Jose Aldo hafi verið rændur sigri í bardaganum. Mario sagði í viðtali eftir bardagann að Aldo hafi hitt hann ágætlega í annarri lotu og að frammistaðan hafi verið eins og hún var og lítið um það að segja. Mario sagði þá að það væri ekki honum að kenna að Aldo hafi ekki komið sér frá búrinu og þeir verið fastir í faðmlögum hluta af bardaganum.

Það er hættulegt að fara að horfa á bardaga sem eru jafnir og fara að kalla þá rán af því að maður er ekki sáttur við niðurstöðuna og það á ekki síður við þennan bardaga. Það var ekki að vinna með Mario Bautista að áhorfendur fögnuðu við hverja hreyfingu Aldo og púuðu á Bautista. Ég elska Aldo ekkert minna en næsti maður en þrátt fyrir að bardaginn hafi ekki verið sá fjörugasti þá var ekki ósanngjarnt að Mario Bautista fengi sigurinn að þessu sinni.

Framtíð Bantam-vigtar UFC tekur á sig mynd

Það hefur heldur betur skerpst á titilmynd í Bantamvigt kvenna í UFC eftir UFC 307 en Kayla Harrison sigraði Ketlan Vieira. Harrison mætti nokkru mótlæti í bardaganum og sagði sjálf í viðtali eftir bardagann að hún hefði aldrei séð sitt eigið blóð í bardaga og að það hafi kveikt í henni. Margir áhugamenn um blandaðar bardagalistir horfa til Harrison sem framtíðarmeistara og var því mikil eftirvænting eftir þessum bardaga.

Þá sigraði Julianna Pena fyrrum meistara bantam-vigtar hana Raquel Pennington í umdeildum dómaraúrskurði en í viðtali eftir bardagann vildi Julianna Pena ekki viðurkenna Harrison sem næsta mótherja heldur kallaði hún út Amanda Nunes sem hefur lagt hanskana á hilluna.

Það er nokkuð ljóst að Julianna Pena er meistarinn í deildinni og í raun aðeins spurning hvort Pennington fær tækifæri til þess að ná fram henfndum í ljósi þess að úrslitin eru umdeild eða hvort Kayla Harrison sé næst á dagskrá.

Er Alex Perreira bardagamaður ársins 2024 innan UFC ?

Ótrúleg sigurganga Alex Perreira í blönduðum bardagalistum hélt áfram í UFC 307 um liðna helgi. Alex Perreira sigraði Khalil Rountree með tæknilegu rothöggi í fjórðu lotu. Khalil byrjaði bardagann vel en Perreira náði sigri fram með vel útfærðum árásum sem unnu á þegar leið á bardagann og urðu að lokum of mikið fyrir Khalil. Alex Perreira hefur þá varið léttþungavigtarbeltið í þrígang á þessu ári sem verður að teljast mjög gott, sérstaklega í ljósi þess að hann varði beltið í fyrsta sinn um miðjan apríl og má nefna að í engum af þeim bardögum hafa úrslit verið ákvörðuð með dómaraúrskurði.

Alex Perriera er gott sem búinn að tryggja sér titilinn bardagamaður ársins innan UFC að mati margra áhugamanna um blandaðar bardagalistir. Þó gætu tveir átt einhvern möguleika á því að skáka honum um þau verðlaun en það eru Max Holloway og Ilia Topuria en þeir eiga bardaga 26. október næstkomandi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular