spot_img
Saturday, March 15, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanFimmta Lotan gaf út þrjá hlaðvarpsþætti í vikunni!

Fimmta Lotan gaf út þrjá hlaðvarpsþætti í vikunni!

Fyrri bikarmótaröðinni er lokið og úrslitin ljós. Umsjónarmaður mótsins var okkar allra besti Kolbeinn Kristinsson og því upplagt að fá hann í þáttinn til að gera upp mótið og heyra hvernig hann sá það.

Við höldum áfram að hita upp fyrir bardagaveislu ársins. Við fengum til okkar Harald Arnarson og Heklu Maríu Friðriksdóttur sem munu bæði berjast á Caged Steel 39 í Doncaster 29. mars næstkomandi. Þau eru tvö meðal fimm einstaklinga sem munu keppa fyrir hönd Reykjavík MMA þetta kvöld en alls munu 8 Íslendingar berjast í Bretlandi þetta kvöld.

Þetta verður annar atvinnumannabardaginn hans Haralds á ferlinum og frumraun Heklu Maríu í blönduðum bardagaíþróttum.

Það verður auðvitað sýnt frá öllu í beinni útsendingu á Minigarðinum.

Það er dínamískt dúo sem stjórnar þætti vikunnar og fer yfir allt það helsta sem gerðist á UFC 313 þar sem að við fengum nýjan léttþungavigtarmeistara. Magomed Ankalaev sigraði Alex Pereira með dómaraúrskurði en ekki voru allir aðdáendur sammála niðurstöðunni og aðrir ekki sannfærðir um að Pereira sé jafn góður og við höfum haldið undanfarin misseri. Þetta sama kvöld fengið við svo eitt af rothöggum ársins þegar Mauricio Ruffy steinrotaði King Green.

Þetta er allt saman gert upp ásamt því að snerta létt á komandi APEX cardi næstu helgi þar sem Marvin Vettori mætir Roman Dolidze í endurleik.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið