spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMagomed Ankalaev nýr léttþungavigtarmeistari UFC

Magomed Ankalaev nýr léttþungavigtarmeistari UFC

Magomed Ankalaev mætti Alex Pereira, ríkjandi léttþungavigtarmeistara UFC, í 5 lotu titilbardaga á UFC 313 í Las Vegas í gærkvöldi og sigraði Ankalaev á einróma dómaraákvörðun fyrir beltið sem hann hefur verið á eftir í langan tíma.

Ankalaev tókst að pressa vel á Pereira alveg frá byrjun og hélt honum bakkandi nánast allan bardagann. Pereira gerði vel að fjárfesta í lágspörkum snemma og tók maður eftir að Ankalaev var strax farinn að finna fyrir þeim undir lok 1. lotu. Allir dómarar voru sammála um að Alex Pereira hefði tekið lotuna en þetta var eina lotan sem Pereira vann hjá öllum dómurum þrátt fyrir að eiga ágætis 3. og 5. lotu.

Ankalaev kom mjög sterkur inn í 2. lotu og undir lok hennar rokkar hann Pereira allhressilega og ef það hefði verið meiri tími eftir í lotunni hefðir Pereira verið í miklum vandræðum en hann náði að jafna sig á stólnum fyrir 3. lotuna en 2. lota var mjög afgerandi fyrir Ankalaev.

Pereira átti flotta 3. lotu þar sem hann hélt áfram að fjárfesta í lágspörkunum en notaði hendurnar sínar afar lítið. Pereira var yfir á þýðingarmiklum höggum í lotunni en engum dómara fannst það nóg til að gefa honum lotuna.

Ankalaev blandar loksins inn glímutilburðum snemma í 4. lotu sem margir höfðu spáð fyrir að myndu ráða úrslitum í þessum bardaga. Hann reynir fellu snemma og nær Pereira í clinch upp við búrið. Ankalaev tókst að halda Pereira lengi upp við búrið en tókst þó ekki að valda miklum skaða úr þeirri stöðu.

Pereira virtist vera fara langt með að sigra 5. lotuna en hann var aðallega að nota spörk og kýldi hann nánast ekkert með hægri hendinni sinni. Ankalaev tókst að ná honum aftur í clinch upp við búrið seint í lotunni og var það nóg fyrir einn dómara, Sal D´Amato, til að gefa honum lotuna en hinir tveir gáfu Pereira hana.

Miðað við stöðuna í deildinni og sterka valdatíð Alex Pereira þangað til núna verður að teljast líklegt að við fáum annan titilbardaga milli þessara tveggja manna næst.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið