Það var hörku skemmtilegt UFC bardagakvöld haldið í Seattle síðustu helgi þar sem Song Yadong og Henry Cejudo mættust í aðalbardaganum. Manel Kape og Asu Almabayev mætast svo í aðalbardaganum næstu helgi í Apexinu og eru nokkrir fleiri áhugaverðir bardagar á því kvöldi.
Það var eitthvað í loftinu alveg frá byrjun síðustu helgi í Seattle en allir 7 prelims bardagarnir enduðu með rothöggi eða uppgjafartaki. Biggi og Ólafur Alexander gera þetta allt upp í þætti vikunnar og snerta á Apex kvöldinu næstu helgi. Fréttapakki MMA Frétta er að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Reykjavík Open Sub Only mótið var rætt og tilkynningar Dana White um 314 og 315 viðburðina voru til umræðu og rétt spáð í spilin varðandi það.
Ekki missa af þætti vikunnar, allt saman í boði Mini Garðins, M-Fitness, Prepp Barsins, Box Búðarinnar, Ingling og Myrkvun Gluggatjöld.