Joshua Van og Rei Tsuruya mætast á undirkorti UFC 313 í kvöld og er viðureignin sú fyrsta í sögunni innan UFC þar sem mætast tveir einstaklingar fæddir eftir 2000. Joshua Van er 23 ára gamall og fæddur 2001 á meðan Tsuruya er 22 ára og fæddur árið 2002.
Joshua Van hefur vakið talsverða athygli frá því hann kom inní UFC í júní 2023 þar sem hann sigraði Zhalgas Zhumagulov á klofinni dómaraákvörðun í fraumraun sinni. Van er á leiðinni í sinn sjöunda UFC bardaga en hann hefur hingað til unnið fimm og aðeins tapað einum. Van kemur úr Fury FC þar sem hann vann fluguvigtarbeltið í sínum síðasta bardaga þar á bæ en fyrir UFC ferilinn barðist hann aðeins fyrir Fury FC, bæði á atvinnu- og áhugamannastigi. Van er rétt fyrir utan Top 15 styrkleikalista fluguvigtarinnar en hann hefur aðeins tapað fyrir Charles Johnson sem sat þá í 12. sæti.
Rei Tsaruya er að þreyta frumraun sína í UFC en hann kemur inn sem ósigraður bardagamaður með atvinnumannametið 10-0 og hefur hann klárað 80% af atvinnumannabardögum sínum sem skiptast jafnt á rothögg og uppgjafartök. Rear naked choke virðist vera hans hættulegasta vopn en ef hann nær því ekki hefur hann yfirleitt náð að klára bardaga sína með ground-n-pound úr toppstöðu. Síðustu 3 bardagar hans hafa komið í Road to UFC sem má líkja við Ultimate Fighter eða Contender Series og er góður stökkpallur fyrir asíska bardagamenn inn í UFC.
Stuðlarnir hjá Coolbet benda til þess að Joshua Van sé töluvert sigurstranglegri en stuðullinn á sigri hans er 1.58 á meðan stuðulinn á Rei Tsuruya er 2.45. Van er meiri striker á meðan Tsuruya er meiri glímumaður og benda stuðlarnir til að líklegast sé að Van sigri á dómaraúrskurði en stuðlarnir fyrir því að Tsaruyan klári bardagann eru nokkuð lokkandi og geta veðjandi menn ellefufaldað peninginn sinn ef Tsaruyan nær rothögginu eins og hann hefur gert í 40% af bardögum sínum til þessa.
Undirkortið hefst kl. 23:30 í kvöld og aðalkortið kl. 03:00





