spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanFimmta Lotan gefur út hundraðasta þáttinn!

Fimmta Lotan gefur út hundraðasta þáttinn!

Já, hvað heldurðu – það er komið að hundraðasta þættinum af Fimmtu Lotunni! Það má senda blóm og kransa á nýja stúdíóið okkar sem var tekið í notkun í síðustu viku og er alveg að smella saman.

Þessa vikuna gerðum við heiðarlega tilraun til að vera í mynd og koma þættinum fyrir á YouTube. Þá að sjálfsögðu spyr maður sig aldagamalla spurninga eins og „Hversu miklum tæknilegum vandræðum geta þrír menn á fertugsaldri lent í?“ Svarið er að sjálfsögðu – miklum!

En UFC 307 fór fram síðustu helgi þar sem Alex Pereira sigraði Khalil Rountree sannfærandi. Þrátt fyrir að Pereira hafi tapað fyrstu tveimur lotunum þá var samt aldrei spurning í hvað stemmdi. UFC 307 var ekki alveg sama flugeldasýning og við höfum fengið að venjast upp á síðkastið en einkenndist frekar af vafasömum dómum og dómurum. Umræðan beinist því kannski frekar að þeim heldur en svakalegum bardögum.

Það er heilmikið að frétta af Íslendingum í senunni. Nóel Freyr hélt út í landsliðsverkefni á Spáni og þrír strákar frá Reykjavík MMA hafa verið staðfestir á Caged Steel 38 sem haldið verður í desember næstkomandi. Þar mun meðal annars Aron Leó berjast sinn þriðja atvinnumannabardaga á árinu.

Við bindum svo enda á þáttinn með því að snerta örlítið á UFC Apex-kvöldinu sem fer fram næstu helgi. Brandon Royval mætir þar Tatsuro Taira. Bróðir Big er svo sannfærður um öruggan sigur Taira um helgina að hann var tilbúinn að leggja fé og klæða undir í spennandi veðmáli.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular