spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKamaru Usman nefnir bardagamann sem gæti valdið Dricus Du Plessis vandræðum í...

Kamaru Usman nefnir bardagamann sem gæti valdið Dricus Du Plessis vandræðum í millivigtinni

Það er mikið rætt og ritað um Dricus Du Plessis eftir góða frammistöðu hans á UFC 312 og einhverjir hafa litla trú á að til sé sá bardagamaður í millivigt UFC sem hreinlega geti sigrað Du Plessis. Eftir sigur Du Plessis á Sean Strickland um liðna helgi hafa sögur farið á flug um hvaða bardagamaður fái næst tækifæri á millivigtartitli UFC.

Kamaru Usman segir Du Plessis vera góðan bardagamann en ekki ósigrandi og þá hefur hann nefnt til sögunnar bardagamann í millivigt UFC sem hann telur að gæti vel strítt Du Plessis. Ef Du Plessis myndi berjast eins á móti Nassourdine Imavov eins og hann gerði gegn Strickland líst mér ekkert á þann bardaga fyrir Du Plessis, sagði Usman. Ef þú vilt fyrst og fremst berjast standandi við Imavov gæti hann verið skarpari bardagamaður en Du Plessis, bætti Usman við. Usman nefndi þá einnig Brendan Allen til sögunnar sem bardagamann með góðar hendur sem valdið gæti Du Plessis vandræðum.

Usman sagði þá að ef Du Plessis getur sigrað Khamsat Chimaec og Imavov hefur hann allan rétt á því að færa sig upp um deild og fá tækifæri á að skora léttþungavigtarmeistara UFC á hólm. Ég myndi þó ekki spá Du Plessis sigri gegn Alex Pereira, núverandi léttþungavigtarmeistara UFC, það væri guðlast, sagði Usman að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið