Annað kvöld, þriðjudaginn 5. apríl, mun BJÍ standa fyrir fyrirlestri um hugarþjálfun fyrir bardagaíþróttafólk. Fyrirlesturinn hefst kl 19 og kostar 1.500 kr inn.
Fyrirlesari er Brynjar Karl en hann er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Key Habits. Brynjar hefur unnið sem ráðgjafi hjá liðum í NBA, NFL, ensku úrvalsdeildinni og með Ólympíuþjálfurum í einstaklingsíþróttum.
Fyrirlesturinn mun standa yfir í um það bil 90 mínútur en í lokin mun Brynjar svara spurningum gesta. Hægt er að borga við dyr með peningum eða kaupa miða á Tix.is hér. Aðgangseyrir rennur óskertur til BJÍ (BJJ samband Íslands). Fyrirlesturinn fer fram í Skeifunni 19, 4. hæð.
Við hvetjum alla þá sem stunda bardagaíþróttir að mæta á þennan áhugaverða fyrirlestur.