Nýju bardagasamtökin Dirty Boxing sem Mike Perry stendur fyrir héldu sinn fyrsta einkaviðburð um helgina og voru gestir sem og mótshaldarar mjög ánægðir með útkomuna.
Í Dirty Boxing er barist í 5 únsu hönskum eftir hnefaleikareglum blandað við ákveðna hluti úr MMA eins og olnobgahögg og ground-n-pound og er barist í örlítið minni hring en almennt þekkist í hnefaleikum.
Yoel Romero barðist á viðburðinum í þungavigtarflokki og sigraði með rothöggi. Einnig sáust fleiri skemmtileg rothögg eins og superman-punch KO frá Anvar Boynazarov. Frægir aðilar úr bardagaheiminum voru á svæðinu eins og t.d. Jon Jones og Paige VanZant ásamt auðvitað Mike Perry sjálfum sem segist spenntur að taka sjálfur þátt seinna. Mike Perry og Yoel Romero störðu svo hvorn annan niður í hringnum og gæti vel farið svo að þeir mætist þar í náinni framtíð.
Myndband frá viðburðinum má finna hér að neðan: