spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamla myndbandið: Þegar Khabib Nurmagomedov glímdi við björn

Gamla myndbandið: Þegar Khabib Nurmagomedov glímdi við björn

Rússinn Khabib Nurmagomedov er einn fremsti léttvigtarmaður heims og snýr nú aftur í UFC-búrið um helgina eftir tveggja ára fjarveru. Af því tilefni rifjum við upp gamalt myndband af honum að glíma við bjarnarhún.

Myndbandið kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um það bil tveimur árum síðan. Myndbandið sýnir níu ára Khabib Nurmagomedov glíma við húninn.

Myndbandið var afar umdeilt á sínum tíma enda mjög sérstakt að setja barn í þessar aðstæður. Á sama tíma vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður.

Pabbi Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, hefur þjálfað son sinn frá blautu barnsbeini og útskýrði hvers vegna hann hefði látið son sinn glíma við bjarnarhún. „Börn vilja alltaf að faðirinn sjái hvers þau eru megnug. Það var ekkert áhugavert að gera fyrir hann þegar hann var krakki og það er synd. Þetta var bara próf á hans manngerð fremur en einhver æfing.“

https://www.youtube.com/watch?v=JZvCgSmV9JA

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular