spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre er tilbúinn til að snúa aftur

Georges St. Pierre er tilbúinn til að snúa aftur

GSP Ariel HelwaniFyrrum veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre segist vera tilbúinn til að snúa aftur í UFC. Georges St. Pierre ákvað að hætta í lok árs 2013 en ætlar nú að snúa til baka.

Þetta kom fram í The MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær. Helwani spurði St. Pierre hvort hann væri að snúa aftur og sat fyrrum meistarinn ekki á svörunum: „Nákvæmlega. Það er það sem ég er að segja. Ég er tilbúinn.“

„Ég elska þessa íþrótt og finnst eins og ég hafi aldrei verið betri. Tíminn er á þrotum og ég er ekki að yngjast. Ef ég sé annað tækifæri, annað takmark, aðra atlögu að titlinum, verð ég að gera það strax því nú er tíminn,“ sagði Georges St. Pierre.

Hinn 35 ára St. Pierre barðist síðast við Johny Hendricks á UFC 167 þann 16. nóvember 2013. St. Pierre var þreyttur á pressunni sem fylgdi því að vera meistari og ákvað að láta beltið af hendi og taka sér pásu frá MMA. Hann hefur lengi verið orðaður við endurkomu í MMA en aldrei viljað gefa skýrt svar en þó aldrei útilokað mögulega endurkomu.

„Ég fór í æfingabúðir til að sjá hvar ég stend. Ég hef verið að æfa en það er munur á að vera í formi og að vera í formi fyrir atvinnubardaga. Núna veit ég að ég get snúið aftur og barist ef umboðsmenn mínir ná samkomulagi við UFC.“

Stærsta hindrunin er talin vera samningur St. Pierre við Under Armour fataframleiðandann. UFC er með samning við Reebok og þurfa allir bardagamenn UFC að klæðast fatnaði Reebok í keppni og í aðdraganda bardaga. Það gæti verið erfitt fyrir St. Pierre vegna Reebok samningsins.

Það verður áhugavert að sjá hvort UFC nái samkomulagið við St. Pierre og hans fólk. St. Pierre gæti mögulega barist á UFC 205 í New York í nóvember en búist er við að bardagakvöldið verði risastórt. Stórt nafn eins og St. Pierre mun svo sannarlega gera bardagakvöldið stórt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular